Þurrktæki

Þurrktæki

Meaco hefur endurhannað hið vinsæla DD8L þurrktæki og hefur auk þess bætt við vörulínuna með nýrri ódýrari útgáfu af þurrktækinu.

Einn versti óvinur fornbíla er ryð og fúkki en aðal orsök þess er of hátt rakastig. Vatn eða raka í lofti þarf til að mynda ryð eða fúkka. Þurrktæki lækkar rakastig í lofti og kemur í veg fyrir að ryð myndist, þar sem ryð þarf vatn eða hátt loftrakastig, eins og saggi.

DDL8 þurrktækið hentar afar vel fyrir fornbíla eða kaldar geymslur, þar sem tækið virkar jafnvel þótt hitastig sé mjög lágt. Hvort sem hitastigið eru 5°C eða 20°C þá þurrkar tækið loftið. Tækið er með alsjálfvirkri stýringu sem mælir loftrakann og fer í gang ef rakastig rýmisins hækkar. Þurrktækið fylgist því með að rakastigið í geymslunni sé lágt og hækki það þá sér tækið um að fjarlægja umfram raka.

Tækið hentar afar vel fyrir fornbílageymslur hvort sem þær eru upphitaðar eða ókynntar. Jafnvel þótt um sé að ræða lágt hitastig t.d. 10°C þá virkar tækið og þurrkar. Afköst hefðbundinna þurrktækja hrynja þegar hitastig fellur og eru nánast óvirk við þegar frostmark nálgast.

Hönnun Meaco DD8L þurrktækisins er einstök vegna þess að það notar ávirka kísilkristalla (silicagel) til að þurrka loft, en kristallarnir eru rakadrægir. Tækið er sú búið með alsjálfvirku kerfi sem mælir rakastig í loftinu. Mörg þurrktæki keyra vifturnar stöðugt og eyða þannig miklu óþarfa rafmagni, en Meaco DD8L tækið er með snjallastýringu sem metur hvort rakastig hefur hækkað og sparar þannig mikið rafmagn. Tækið stoppar því og fer hreyfir loftið reglulega og metur hvort ástæða sé til að hefja þurrkun á nýjan leik. Eingöngu Meaco býður upp á þessa snjöllu lausn.