Hvað eru þurrktæki:
Þurrktæki eru einföld tæki sem fella raka úr andrúmsloftinu. Tæki eru svo með vatnsbakka eða slöngu fyrir niðurföll og nema rakastigið í loftinu. Þau fara svo í gang ef rakastigið er of hátt og safna raka úr loftinu og geyma í vatnsbakkanum eða hleypa vatninu beint í niðurfall.
Hver eru áhrif rakastigs?
Áhrif þess að hafa of hátt rakastig eru fjölmörg, eitt af því algengara sem verið hefur í umræðunni er myglusveppur. Sé rakastig í andrúmslofti of hátt þá myndast aðstæður fyrir myglusvepp til að myndast en í mörgum tilfellum þarf rakastig ekki að vera of hátt nema í 24 klukkustundir svo að myglusveppur geti myndast. Því er mikilvægt að stjórna rakastig og sjá til þess að það sé ekki of hátt.
Hver eru helstu einkenni of hás rakastigs?
Fystu einkenni er oft rakaþétting í gluggum á köldum dögum. Ef raki þéttist á gluggum er það góð vísbending að rakastig sé of hátt og jafnvel svo hátt að það geti valdið tjóni. Sé grunur um of hátt rakastig borgar sig að fjárfesta í rakamæli og mæla rakastigið.

Hvaðan kemur rakinn?
Raki kemur frá mörgum stöðum. Þegar við forum í bað eða forum í sturtu þá gufar vatn upp, þegar við þvoum þvott eða þurrkum þvott, þegar við hitum vatn eða eldum, þegar við svipnum, þegar við komu inn í blautum fötum, þegar við skúrum golf eða hellum óvart niður vatni. Þetta eru bara nokkur af fjölmörgum leiðum sem raki kemst inn í loftið.

Þetta á eingöngu við um raka sem er að koma að innan. Raki getur líka komið að utan t.d. vegna þess að veggir leka, það eru lekar lagnir eða niðurföll eru ekki rétt gerð. Í þessum tilfellum er alltaf nauðsynlegt að grípa til viðeigandi aðgerða og koma í veg fyrir að vatn komist inn.

Hvernig á að koma í veg fyrir of hátt rakastig?
Við á Íslandi eru nokkuð heppin því oftast er útiloft það þurft að það dugir að lofta reglulega og vel til þess að koma í veg fyrir raka. Góð loftræsting og opnir gluggar geta gert mikið gagn, viftur í eldhúsi og baðhergi. Oft er þetta ekki hægt eða einföld loftræsting dugar ekki, þá eru ra