Tæring
Málmar tærast og járn ryðgar þegar rakastig er hátt. Sé rakastig hins vegar undir 50% stöðvast tæringin. Þurrktæki sjá því til að rakastig lækkar og er ódýr vörn gegn því að hlutir ryðgi. Dæmi væri brýr, byssur, bátar eða brýr.
Rakaþétting
Loft inniheldur alltaf eitthvað af vatnsgufu Því heitara sem loftið er þeim mun meiri vatnsgufa getur loftið borið. Því lægri sem hitinn er, því meiri líkur eru á að vatnsgufan í því fari að þéttast. Sé hitastig fyrir neðan hitstig daggarmarks, þéttist vatn á tólum og tækjum með tæringu eða skemmdum á rafmagnsbúnaði.
Ísmyndun
Í frosti þá þéttist rakinn og myndar hrím eða upsöfnun ís. Lægri rakastig kemur í veg fyrir að hrím myndist og ís safnist fyrir.
Geymsla og meðhöndlun ídrægra efna
Gæði þurra lyfja, þurra matlælva, hörðu sælgæti og annara ídrægra efna er eingöngu haldið með því að koma í veg fyrir að rakt loft blandist við vöruna.
Þurrkun bygging
Þegar fjarlægja á raka úr byggingu hvort sem um er að ræða nýja byggingu, þar sem rakastig er viðvarandi hátt eða sem hefur orið fyrir vatnstjóni þá flýtir fyrir að nota þurrktæki. Hækkun hita flytur rakann eingöngu til. Með þurrktækjum er rakinn fjarlægður.
Mygla og fúkki
Mygla og fúkki þurfa hátt rakastig til að myndast. Með því að hafa lágt rakastig er hægt aðkoma í veg fyrir mörg tilfelli myglu. Til dæmis geymsla á lífrænum efni. Í húsum með ókynntum háaloftum eða kjöllurum getur verið nauðsyunlegt að koma fyrir þurrtækjum til að koma í veg fyrir að mygla myndist.
Lykt
Í mörgum tilfellum er hægt að draga úr lykt eða óþef með því að halda rakastigi lágu.
Þurrkun á vöru
Til þess að þurrka vöru eð nauðsynlegt að halda lágu rakastigi í loftinu. Þurrktæki draga úr rakastiginu og flýta fyrir þurrkunarferlinu.
Örverur
Bakteríur og aðrar örverur þurfa hátt rakatstig til að lifa af og fjölga sér. Með því að halda rakastiginu lágu er hægt að draga úr fjölgun örvera.